Skip to main content

Aðferð

Magahjáveita er framkvæmd með kviðarholsspeglun í fullri svæfingu. Aðgerðartími er um það bil 45 minútur. Tveir skurðlæknar framkvæma aðgerðina.

Við magahjáveitu er ekkert fjarlægt úr líkamanum. Eftir aðgerðina kemur matur úr vélindanu niður í lítinn maga og nánast beint út í smágirnið (sjá rauðu örvarnar á skýringarmyndinni). Aðgerðin hefur þau áhrif að viðmiðunarþyngd líkamans (set-point) í heilastofninum lækkar og þú finnur ekki fyrir  hungri þrátt fyrir að léttast.

Magahjáveita er af flestum talin áhrifamesta aðgerðin við offitu og sú aðgerð sem mest reynsla er af hvað varðar langtímaáhrif á þyngd og bætta heilsu. Þessi aðgerð er einnig sú aðgerð sem er framkvæmd til að lækna bakflæði/nábít. Þar sem engin líffæri eru fjarlægð er hægt að breyta hjáveitunni aftur í upprunalegt form.

Árangur

Hversu mikið þyngdartapið verður eftir aðgerðina er einstaklingsbundið. Meðaltalsárangurinn er að léttast um 80% af þeim kílógrömmum sem þú vegur umfram kjörþyngd (líkamsþyngdarstuðul/BMI 25). Að jafnaði tekur það 18-24 mánuði að ná sinni nýju líkamsþyngd.

Heilsubætandi áhrif aðgerðarinnar eru mikil. Líf fólks sem hefur gengist undir aðgerðina lengist að meðaltali um 6,1 ár, 80% sjúklinga læknast af sykursýki 2, kæfisvefn batnar og einnig hár blóðþrýstingur, álag á liði minnkar og mikil bæting einkenna PCOS hjá konum. Talið er að hættan á krabbameini hjá konum lækki um helming.

Hættan á fylgikvillum er ca 3%. Þá er meðtalin blæðing, leki í tengingum í görn og garnaflækja. Alla fylgikvilla er hægt að meðhöndla en það er mikilvægt að vera í sambandi við okkur ef sjúklingi líður ekki vel eftir aðgerðina.

“Magahjáveitu er mest sannaða skurðaðgerð í heim”

Carl-Magnus BrodenLæknir GB Obesitas